Amazon regnskógurinn er 5.500.000 km2 að stærð

Mæting í sumar

Til að koma í veg fyrir misskilning vildum við minna á mætingafyrirkomulagið í sumar. Nú skiptast börnin á að mæta fyrir og eftir hádegi, viku og viku í senn. Þau mæta alltaf á sömu starfsstöð, það eina sem breytist er mætingatími.

Mætingatími hjá hópum sem enda á -1 (eins og t.d. 202-1) er því svona:

13. - 17.júní: Mæting 8:15

20. - 24.júní: Mæting 12:15

27.júní - 1.júlí: Mæting 8:15

4.júlí - 8.júlí: Mæting 12:15

11.júlí - 15.júlí: Mæting 8:15

18.júlí - 22.júlí: Mæting 12:15

25.júlí - 27.júlí: Mæting 8:15

 

Mætingatími hjá hópum sem enda á -2 (eins og t.d. 202-2) er því svona:

13. - 17.júní: Mæting 12:15

20. - 24.júní: Mæting 8:15

27.júní - 1.júlí: Mæting 12:15

4.júlí - 8.júlí: Mæting 8:15

11.júlí - 15.júlí: Mæting 12:15

18.júlí - 22.júlí: Mæting 8:15

25.júlí - 27.júlí: Mæting 12:15

Niðurröðun í hópa lokið

Niðurröðun í hópa er nú lokið. Hægt er að nálgast upplýsingar um niðurröðun í hópa og klukkan hvað á að mæta hérna hægra megin á síðunni með því að smella á hnappinn "hvar á ég að mæta". Nemendur hefja störf mánudaginn 13. júní. Fyrirspurnir er hægt að senda á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skattkort og persónuafsláttur

Nú hafa skattkort á pappírsformi verið lögð af. Því er mikilvægt að foreldrar og forráðamenn unglinga sem verða 16 ára á árinu kynni sér hvernig eigi að skila inn upplýsingum um nýtingu persónuafsláttar.

Allir nemendur Vinnuskólans sem verða 16 ára á árinu þurfa að senda tölvupóst á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með eftirfarandi upplýsingum:

  • Nafn og kennitala nemanda
  • Hlutfall skattkorts / persónuafsláttar sem á að nota (allt að 100%)
  • Hvenær á að byrja að nota kortið - en það er væntanlega fyrsti starfsdagur sem er 13.júní (nema að kortið sé í notkun annarsstaðar)
  • Hversu hár uppsafnaður persónuafsláttur er (upplýsingar um það eru á www.skattur.is). Ef kortið hefur ekki verið notað á árinu er nóg að segja að það sé ónotað frá áramótum.

Allar þessar upplýsingar þarf að senda með tölvupósti á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.